Picture
Takashi Murakami er hugmyndaríkur japanskur samtímalistamaður, sem hefur unnið með rafræn og akrýl málverk, skúlptúr, auglýsingar, hreyfimyndir o.m.fl. Hann reynir að blanda saman hámennings- og lágmenningslist, með því að nota vinsælar þemum úr fjölmiðlim og popp menningu t.d. þá býr hann til þrjáíu metra há skúlptúra, "Superflat" málverk eða vörur sem hægt er að markaðsetja.  Hann fæddist 1. febrúar 1962 í Tókýó. Hann ólst upp á heimili þar sem þau lögðu mikla áherslu á listi og listamenn, sjálfur á hann yngri bróðir sem er líka listamaður. Þegar hann var ungur þá gáfu foreldranir honum það verk að fara á listasýningar til þess að skoða og skrifa ritgerðir um þá listamenn og/eða verk sem voru á sýninguna og svo skila það til foreldranna. Ef hann tókst ekki að skila verkefnið á réttum tíma, þá var honum refsað og yfirleitt með því að neyta honum kvöldmat. Murakami ólst upp í menningu bandaríkjanna, vegna þess að faðir hans vann á herstöð þeirra og fjölskyldan átti þar nálægt heima. Þrátt fyrir að vera mjög mikið undir áhrifum frá Vestræna menninguna, gerði Murakami sér fullkomlega grein fyrir sína eigin arfleið, þar sem móðir hans minnti hann stöðugt á því, frá mjög ungu aldri að eina ástæðan að hann sé á lífi í dag er vegna þess að kjarnorkusprengjan fór framhjá heimabær hennar, Kokura og lenti á Hiroshima. Murakami hefur haft áhuga á anime og manga frá mjög ungu aldri, og hefur mjög mikinn áhrif á list hans. Anime eða japanskar teiknimyndir er sá flokkur teiknimynda sem framleiddur er í Japan og byggir á sama teiknistíl og japanskar myndasögur, manga. Mikið af anime þáttaröðum og kvikmyndum eru framleiddar fyrir yngri kynslóðina en einnig eru framleitt blóðugra og grófara efni en það sem vestrænn hugsunarháttur á við að venjast. Þó má ekki misskilja það á þann hátt að allt anime sé gróft og blóðugt. Mikill hluti af þess eru rómantískar sögur og drama. Anime er eins og manga flokkað niður eftir efni, til að mynda Shōnen fyrir pilta á unglingsárum og Shōjo fyrir stúlkur á svipuðum aldri, ecchi eða hentai er svo erótískt efni. Þetta er þó ekki tæmandi listi yfir hina ýmsu flokka af anime. Manga er haft um teiknimyndabækur og prentaðar myndasögur. Utan Japans eru þær einnig kallaðar Manga eða japanskar teiknimyndabækur. Manga-sögur þróuðust við blöndun ukiyo-e og hinum vestræna teiknistíl (að miklu leyti frá Disney) og tóku þær á sig núverandi mynd stuttu eftir seinni heimsstyrjöldina. Þær eru oftast prentaðar í svarthvítu, en stundum er kápan og nokkrar af fyrstu síðunum í bókinni í lit.

Tímalína: 1986-2013

PictureTokyo National University of Fine Arts and Music
Menntun hans.
Murakami lauk BFA-gráðu í Nihonga listastílnum í listaháskólanum Tokyo National University of Fine Arts and Music árið 1986, svo lauk hann MFA-gráðuna árið 1988 og Ph.d gráðuna í 1993.

Hvað er Nihonga?
Nihonga er hefðbundin listastíl Japans, hún er annaðhvort máluð á sérstakan japanska pappír eða á silki með penslar. Málverkin geta verið einlitt með því að nota svart blek eða fjöllitað, þar sem notað eru ýmis steinefni, skeljar, kórall og jafnvel eðalsteinar eins og malachite, azurite og cinnabar. Nihonga málverk þurfa ekki að vera undir gler því að þau geta endast í nokkurn þúsund ár. Murakami kenndi teikningu og hélt áfram að mála en hann varð fljótt mjög vonsvikin með stílnum stuttu eftir að hann fékk doktórsgráðu, fannst að Japanska fólkið kærði sig ekki lengur um þennan stíll, svo hann byrjaði að skoða og kanna samtímalistanum, fjölmiðla og margra mismunandi listrænar aðferðir til þess að finna og þróa sinn eigin stíll. Murakami, nýlega menntaður sýndi verk sín í Hosomi gallerí í Tókýó árið 1990.

Picture
Dæmi um Nihonga málverk
Tilraunaskeiði hans.
Hann vildi prófa eitthvað nýtt svo hann skapaði "Signboard TAMIYA" árið1991, sem er stór fjölspjalds striga (multi-layered canvas). Ekki er þetta aðeins gríðarlega stórt verk sem hann er að takast á, heldur byrjaði hann þarna tilraunastarfsemi sína með vörumerki. Fræinn eru sáð bæði bókstaflega og efnahagslega og að lokum mun hann vera þekktur sem japanska Andy Warhol, hann þolir ekki að vera  borið saman við hann því að honum finnst list þeirra vera gjörólík.  Þessi tilraunastarfsemi heldur áfram á næsta ári 1992, þegar hann skapaði "Signboard TAKASHI". Hann fylgir sama mynstri en, breytir litunum í gult og grænt og bætir við slagorðið fyrst í gæðum um allan heim.
Picture
Signboard TAMIYA (1991) og Signboard TAKASHI (1992)
Áhrif seinni heimstyrjaldar á verkin hans.
Kjarnorkusprengjuna kemur oft fram í verkin hans þannig að hann var mjög meðvitaður um áhrif seinni heimstyrjaldar á Japan, sérstaklega á minnimætti samfélagsins. Murakami telur að þráhyggju Japans yfir fantasíuveröldum sé vegna þess a þau skammast sín yfir niðurlæging hersins í seinni heimstyrjaldar. Aðal áhyggjuefni sem tjáð er í verkum hans er um Japan en reynir samt að hafa smá áhrif frá vesturlöndin, sem sést á persónurnar sem hann skapar t.d. Kaikai, Kiki, brosandi blómin, mismunandi verur, litríkar sveppir, Mr. DOB, o.m.fl.  Eins og sést á Supernova, þá er risa sveppurinn aðalefni myndarinnar, sést augljóslega að þetta verk sé um kjarnorkusprengjuna, þar sem hún líkist sveppaský. Sveppirnir fyrir neðan risa sveppurinn eru misstórar, litríkar, ótrúlega mörg augu  og líta út fyrir að hafa stökkbreyst örugglega vegna kjarnorkueitrið. Verkið heitir In Time Bokan Pink og var á listasýningu "Time Bokan" í listasafninu "Sezon Museum of Modern Art", sýningin var haldið árið 1993 og  þetta verk er frá frægri anime seríu sem heitir Time Bokan. í hverjum einasta þætti þá lauk það alltaf með fall illmennis sem var oft táknað með svona hauskupuský. Þetta er greinilega stórt þema hjá honum þar sem eru til margar mismunandi útgáfur af þessu verk í  margar mismunandi liti. Þetta myndefni samhliða við mjög hamingjusömu litrík blóm sem eru yfirleitt brosandi endurspeglar menningu Japans í kjölfar stríðsins. Þetta er mjög einkennandi eftir Murakami þar sem hann er frekar grófur í myndefnið sitt.
Picture"727" (1996)
Áhrif menningu Bandaríkjanna á verkin hans.
Vesturlöndin hafa í langan tíma horft  á myndlist Japans á neikvæðan hátt sem hefur þjáðst og eyðilagt ráðvendni japanska lista, þrátt fyrir að Vestræn hugtök hafa veitt mikla örvun fyrir japanska listamenn. Til þess að skilja eðli nútíma myndlist Japans, þá er það nauðsynlegt fyrir mann að skilja að sjálfsímynd Japans er klofin í tvennt. Ósigur Japans í seinni heimstyrjaldar og yfirráð pólitískum og menningarlegum öflum Bandaríkin hafði verulega mikinn áhrif á þróun myndlist Japans í kjölfar stríðsins. Þegar efnahags blaðran sprakk um kringum 1990 þá blés yfir samfélag Japans, óþekktar viðfangsefni  og nýir listamenn byrjuðu að spyrja um hvað væri náttúrlega eðli Japans. Útkoman var verk eins og „727“, þar sem tilvísað var í menningarkimar og hefur það hjálpað dreifingu samtímalist Japans. Þetta verk sýnir listræna sjón hans og tækni, það samanstendur af bæði vestrænum og japönskum listrænum eiginleika og titillin vísar í bæði snyrtivöru- og flugfyrirtæki Japans, sagt er að Murakami fannst að fjölbreytni merkingu 727  bæði furðuleg og skemmtileg. "727" er einn a fyrstu útgáfur af karakterinn "MR. DOB", sem hann skapaði árið 1993.

Mr. DOB
Hann er í sameiningu af Doreamon og leikjatölvu karakterinn Sonic the Hedgehog, tilvist Mr.DOB er mjög metnaðarfull og er í stuttu máli flókna þróun manga og anime í Japan eftir síðari heimstyrjöld. Áhorfendurnar geta einnig séð líkindi Mr.DOBs við Disney karakterinn Mikka Mús. Áhrif undirmenningu bandaríkjanna á Japan í kjölfar stríðsins, táknar fyrir Murakami getuleysi japönskum stjórnmálum, samfélag og menningu. Mr.DOB breytir oft útlit sitt og er talið vera sjálfsmynd af hégóma Murakami, hann er líka einn af mest notaða karakter sem Murakami á, hann er í fullt af verkum eftir Murakami en bara í mismunandi formi. Verkið "727" er með marga layer í merkingu hennar og er frekar flókin sem einkennir stílinn hans Murakami. Til dæmis þá sérðu að hann heitir DOB vegna þess að stöfunum D, O, B er andlitið hans. "D" er í vinstra eyrað, "O" er útlína andlitsins og "B" er í hægra eyranu. Orðið DOB er skammstafað frá setninguna "dobojite, dobojite, oshamanbe". Orðið Dobojite kemur frá anime þáttaröðin Inakappe Taisho sem uppi var árið 1972, það er slangorð fyrir "hvers vegna". Oshamanbe er hinsvegar bæjarnafn í Hokkaido.

Árið 1995 þá heimsótti Murakami New York borgar, hann var alveg aleinn og blankur. Öll málverkin sem hann skapaði þar voru með Mr. DOB sem stjarnan. Hvort sem hann var í Stew seríunni eða heil sýning var helgaður honum á safninu Staatliche Kunsthalle. Stew seríunni var gerð á aðeins átta dollara, honum gekk frekar illa í New York svo að heimþrá hans var áþreifanleg.
Picture
Stew (gulur) og Stew (rauður) (1995)
Hiropon Factory.
Takashi Murakami stofnaði stúdíóið Hiropon Factory í Saitama, Japan árið 1996. Þetta er framleiðslu fyrirtækið hans, var stofnað til þess að vinna á verk sem er í sífellt stærri hlutföllum en önnur verk sem hann hafði búið til og fjölbreytt úrval af miðlum. Líkani hans erfir Atelier kerfi sem lengi hefur verið í japönsku málverk, grafík og skúlptúr, og er algengt að Anime og Manga fyrirtækja, svo sem Hayao Miyazaki er Studio Ghibli. Hann var aðeins rétt byrjaður á þessum tímapunkti. Þar er hann komin með nokkra aðstoðarmenn sem hjálpa honum að flýta framleiðslu verka sinna. Dæmi um verk sem koma út úr þessari stofu er mjög japönsk DOB("727"), fyrsta málverkið af "Miss KO2 og DOB með blómum, þar er hann mjög hamingjusamur og sætur allt annað en frá Stew seríunni frá fyrra ári.
Árið 1997  breytast "KO2" og "Hiropon" í skúlptúr og "Project KO2" er settur í uppsetningu. Þessi skúlptúrar eru mjög táknræn fyrir Otaku menninguna og blætisdýrkunina. Hiropon er annað orð fyrir metamfetamín og áherslupunkt skúlptúrnum eru á yfirnáttúrulegu stóru mjólkurkirtlar sína og seyti þeirra. Þessi ofur kynferðislega skúlptúrum eru extra stór otaku styttur, á þessu ári er allt í stækkuðum útgáfur af massa-neyslu vörur. 
Árið 1998 bjó hann til skúlptúrinn"The Lonesome Cowboy" sem seldist fyrir 15 milljónir dala. Einnig málaði hann verk sem heitir "Cream, Milk and Spring Liquid" það er málverk af iðandi vökva og leggur meira áherslu á blætisdýrkun Murakamis. Þegar þær hugmyndir fara að vaxa þá fer Hiropon Factory að stækka, hann opnar Hiropon Factory í New York. DOB er en glaður á svip en smám saman verður hann ógeðslegri og er með gaddtennur, er í súrrealískt umhverfi og Murakami fer að byrja að nota brosandi blómin sín. Þegar eldri DOB birtist stundum þá lítur hann út fyrir að vera áhyggjufullur og utangátta, eins og það er einhver persónuleg breyting sem er smám saman að ýta út útgáfan þar sem hann líkist Mikka Mús.
Picture
The Lonesome Cowboy og Cream, Milk and Spring Fluid er í bakgrunnin (1998)
Kaikai & Kiki
Vor árið 2000, stofnaði Hiropon Factory vefsíðu, ásamt voru þau með handfylli af sýningum. Kaikai og Kiki taka yfir sem aðalkarakter  í verkum Murakamis, Kaikai þýðir yfirnáttúruleg og Kiki þýðir undarlegt, þau eru fantasíu karakter sem byggt er á japanska goðafræði. Kaikaikiki er hugtak sem notaður er til þess að lýsa starfi listamannsins Kano Eitoku, sem þýðir undarlegur, enn fáguð og viðkvæm, enn djarfur. Kiki er bleika karakterinn og Kaikai er hvíta, nöfnin eru skrifuð á eyrun þeirra, Kaikai er ósköp venjulegur í samanburði við Kiki sem er með þrjú augu, kannski er þriðja augað tilvísun til fíkniefna og skynjun. Þau voru þróuð eftir samstarf hans við tísku vörumerkið Issey Miyake árið 1999.
Picture
Kaikai Kiki News (2000)
PictureDæmi um "Superflat" verk: Tan Tan Bo (2001)
Hvað er Superflat?
Takashi  Murakami kom upp með listahreyfinguna „Superflat“ til þess að lýsa og sýna innblásturinn sem hann fékk frá anime og manga. Þau nýta oft sameiginlega hugtak sem kallast "Kawaii" sem þýðir krúttlegt. Murakami langaði að rannsaka hvers vegna fólk og markaðinn væru svo hrifinn af þetta tiltekna hugtak. Þessi stíll er notaður af öðrum listamönnum í Asíu og erlendis. Murakami notar „Superflat“ kenninguna til þess að sýna vitund á flatneskjuna sem eru í japönsku grafíklistar, hreyfimyndir, popp menningu og jafnvel hamslausa neyslumenningu Japans, hann bendir líka á að flatneskja er eitt af megineinkenni japanska lista og það sést í nihonga málverkum. Hann sagði að "Ég hef hugsað um myndlist Japans og hvernig það er mismunandi frá myndlist vesturlanda. Það sem er mikilvægt í japanska list er tilfinning um flatneskju, menning okkar eru ekki með þrívídd".  Þessi hreyfing var sérstaklega hannaður af Murakami fyrir vestræna áhorfenda, ameríska listamenn hafa jafnvel skapað sína eigin hreyfingu útfrá „Superflat“ sem þau kalla „SoFlo Superflat“. Murakami skilgreinir „Superflat“ í stórum dráttum, svo að viðfangsefnið er mjög fjölbreytt. Neysluhyggju og blætisdýrkun var mjög ríkjandi í menningu Japans í kjölfar stríðsins eru oft notuð í verkin hans. Hann notar líka fagurfæði  Otaku menninguna sem mikilvægt verkfæri til þess að ráðast inn á listrænagildi vestræna og skapar þannig list sem eru bæði skemmtileg og truflandi. Þegar maður sér "Superflat" verk þá getur það komið hugann á verkin hans Andy Warhol, blöndunin á list og popp, en Murakami víkkar á það hugtak, hann notar alþjóðavæðingu samtíma sjónmenningu og nýja möguleika á því að framleiða gallalausa blöndu af hámennings- og lágmenninglist sem hægt er að kaupa í hvaða landi sem er og neytt allstaðar í heiminum.

Hvernig byrjaði það?
Murakami datt hugtakið fyrst í hug þegar hann skipulagði listasýningu fyrir listasöfnin í PARCO verslunarmiðstöðin í Tókýó og Nagoya. Þetta nýja hugtak lýsti ákveðna tegund af Japanska samtímalist, sem er þjappað eða fletjaði út ýmsar gerðir af grafískri hönnun, myndlist og popp menningu. Murakami sameinaði anime og manga við sprengjuárásirnar sem gerðust í seinni heimstyrjaldar. Murakami segir að sambandið milli stríðs og listar er ríkjandi áhyggjuefni í verkin sín.

Hver eru Superflat listamenn Japans?
Superflat er nafnið á hóplistasýninguna sem ferðaðist í kringum vestur Hollywood, Minneapolis og Seattle árið 2001. Einnig var haldinn sýningu í MoCA galleríið í Kaliforníu á sama ári, listamennirnir sem sýndu þar voru annaðhvort undir áhrifum eða voru þekktar sem "Superflat" listamenn eins og Takashi Murakami, Yoshitomo Nara, Henmaru Machino, Koji Morimoto o.fl. Yfir 95.000 fólk mættu á sýninguna, með það markmið að fanga flatneskju japanska lista. 

Næsta kynslóð Superflat.
Þegar hann er ekki að skapa ný Superflat verk eða nýja fylgihlutir fyrir alþjóðlega tískaiðnaðarins, þá styður hann yngri kynslóð Superflat listamanna Japans. Murakami rekur fyrirtæki sem heitir Kaikai Kiki Co. Ltd, sem er lista framleiðslufyrirtæki sem stuðlar að hreyfinguna og sér um GESAI, listahátíð sem er tvisvar á ári. Þessi hátíð er ekki bara um það að selja listaverk heldur er hún einnig um að hlúa samfélag samtímalist Japans og kenna yngri kynslóðina á markaðinn.

Picture
Gesai.
2002 var fyrsta árið sem Gesai hátíðin/ráðstefnuna var haldin. Það er haldið tvisvar á ári, einu sinni í Tókýó og einu sinni í Taipei, einnig hefur það verið haldið í Miami. Það veitir unga listamenn tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr og læra frá hinum. Gesai leyfir listamenn að hafa sín eigin bás og hafa samskipti beint við mögulega kaupendur. Murakami málar einnig tvö verk í virðingu til Francis Bacon. Verkin eru þannig að þau líta út fyrir að vera að horfa á útgáfu Bacons af "Dyer and Rawsthorne". Murakami gerði einnig þrjú útgáfur af "Flower Ball" skúlptúrnum, sem er alveg kolöfugt við gróteskum  karakterinn í málverkin hans.

Louis Vuitton.
Hönnuðurinn Marc Jacobs bauð Murakami að vinna með honum við tísku vörumerkið Louis Vuitton. Hann byrjaði með því að leggja fram listaverk sem var notað í hönnun á handtöskur. þótt hann hafi áður unnið með tísku hönnuðir eins og Issey Miyake, verk hans með Louis Vuitton vann honum mikla frægð.
Þetta var líka árið sem hann bjó til sína fyrstu hreyfimynd, "Superflat Monogram" 5 mínutna hreyfimyndband þar sem hann er að auglýsa hönnun hans fyrir LV vörumerkið. Myndbandið er mjög furðulegt, það minnir á teiknimyndina Lísu í Undralandi, lítill stelpa er að fara í ímyndunarheimi Murakamis. Þetta ár er skilgreint sem Superflat þar sem svona  hugmyndir er mest áberandi í Superflat verkin hans, tvívídd teiknimynda auglýsing er bara eitt dæmi um það. 
Inoichi
Murakami stofnar hreyfimynda stúdíóið Kaikai Kiki árið 2004, staðsett í Tókýó og líka vefsíðu fyrir fyrirtækið. Þetta er ekki eina sem hann  gerir, Murakami þróar "Inoichi" skúlptúra, sem á að gera þetta erfitt fyrir manni að gera greinarmun á milli það sem er mennskt og ómennskt. Hann er 152cm há, vélmenni sem er með mannlega eiginleika og lendir alltaf í einhvers konar vandræði í auglýsingunum. Hann er oftast í kennslustofu þar sem hann upplifir lífið allt frá blautir draumar til mjólkuróþól og flóknum tilfinningum. Þessi myndbönd sýna að Inoichi er utanveltu í nútíma lífi, einnig er þetta ógnvekjandi myndlíking fyrir unglingsárin og kynþroska.
PictureAuglýsingplakat fyrir listasýninguna Little Boy
Little Boy og Otaku menningu
"Japan Society" er í samvinnu með "Public Art Fund" sem kynna stórsýninguna "Little Boy: The Arts of Japan's Exploding Subculture" árið 2005. Listaverkin voru sýndar í gallerí Japan's Society og í opinberu rými New York borgarinnar. "Little boy" skoðar menningu Japans í kjölfar stríðsins, sem leggja áherslu á Otaku menningu sem þýðir nörda menningu. Otaku er japanskt hugtak sem notað er um manneskju haldna áráttu, oftast er átt við þá sem hafa mikinn áhuga á anime eða manga. Þau kanna flókna sögulega áhrif sem hafa mótað samtímalist Japans. Nafnið "Little Boy" er tilvísun til kjarnorkusprengjuna sem lenti á Hiroshima árið 1945, þannig að þau hafa greinilega fundið fæðingu þessara nýju menningarform í áverkanum og í áfallinu eftir kjarnorkusprengjunnar. "Little Boy" er loka sýningu þríleik "Superflat", verkefnið var getið í 2000 til þess að kynna ný bylgja af japanska list og kanna tengslin á milli Avant-gard eða vanguard list, manga og anime. Fyrsta sýning "Superflat" var árið 2001 í Los Angeles og svo var sýning í París árið 2002, og að lokum er sýningin Little Boy sem var sýnd árið 2005.

PictureKanye West Graduation albúm
Kanye West cover art and Daruma
Árið 2007, byrjar Kanye West og Murakami vinna saman, hann hannar kápulist fyrir þremur af smáskífum West, einnig fyrir albúmið Graduation. Hann leikstýrði líka tónlistarmyndband fyrir lagið hans Good Morning. Á sama ári þróar hann tvö portrettmyndir af Daruma, Indverskur munkur sem kynnti Zhen Búddisma til Kína. Verkið heitir "I open wide my eyes but see no scenery. I fix my gaze upon my heart and That I may time transcend, that a universe in my heart may unfold" (2007). Murakami setur einnig á Daruma listasýningu sem heitir "Tranquility of the Heart, Torment of the Flesh Open Wide the Eye of the Heart, and Nothing is Invisible". í Gargosian Gallery, New York. 

PictureMonogramouflage
Murakami var nefndur fyrir "100 áhrifumestu mönnum" í Time Magazine árið 2008., eini myndlistarmaðurinn sem var innifalinn. Murakami sýnir á mörgum mikilvægum stöðum þar á meðal Brooklyn Museum og Museum for Moderne Kunst í Frankfurt am Main, Þýskaland. Annar áfangastaður var MoCA í Los Angeles, þar sem Louise Vuitton tískuverslun var stofnað til þess að selja nýjustu hönnun sína "Monogramouflage" töskur, aðeins seld á sýninguna. Murakami sannar enn og aftur að hann sé snillingur þegar kemur að neysluvörum.
Febrúar 2009 sýnir Murakami í Guggenheim safninu á spáni, hann hannar fyrsta sérsniðna QR kóða fyrir Louis Vuitton. Til þess að fagna sjötta ára afmæli LV handtösku hönnunin hans, býr hann til myndband sem heitir Superflat Love.

Murakami hefur styrkt CHAOS*LOUNGE síðan 2010, þau eru eitt af nútíma listahópum í Japan. Í september á sama ári varð Murakami þriðji samtímalistamaðurinn og fyrsti japanski til þess að sýna verkin sín í Palace of Versailles, í Frakkland. Hann fyllti 15 herbergi og garðurinn með höggmyndum sínum, málverk, lampa og skreyttar teppi.
Murakami-Ego
Í febrúar 2012 opnaði Murakami sýningu í Doha, Qatar. Sýningin ber nafnið Murakami-Ego, sýnd er um 60 gömul verk við hlið nýrra sem voru sérstaklega hannaðir fyrir þessari sýningu. Þar er eitt nýtt málverk sem er um 100 metra á lengd, sem sýnir þjáningu japanska fólkið eftir kjarnorkuslysið sem gerðist í Fukushima. Alveg eins og með Superflat þá er Murakami-Ego þriðja og síðasta kaflanum í þríleiksýninguna sem byrjaði í safninum Contemporary Art í Los Angeles og svo var það sýninguna sem var í Palace of Versaille í París. Murakami-Ego snertir á mismunandi þemum svo sem neysluhyggju, túlkun og skiptum. Það blandar saman gleðigangi popp menningu með sorg og myrkur náttúruhamförum, og svo var það aðallega um Fukushima kjarnorkuslysinu. Það veitir innsýn á persónuleika listamannsins og hégóma hans, á meðan sýnir það viðhengi hans til uppruna og trú, sem er Búddismi. Hann bjó til 6 metra há sjálfsmynd af listamaðurinn sýnir að hann er í sömu stellingu og Búddastyttu er venjulega í og er að kveðja gesti við inganginn í sýningarherbergið.
Jellyfish Eyes er eina kvikmyndin sem hann hefur gert, hún kom út 2013 og er um tvö börn sem eru að hjálpa verurnar hans Murakami sem eru komnar í heimi okkar.
Verðlaun sem hann hefur fengið
  • Visiting Professor, School of Art and Architecture, UCLA, Los Angeles, 1998
  • Asian Cultural Council Fellowship, P.S.1 International Studio Program, 1994-95
  • Special Award, 46th Japan Fashion Editor Club (FEC) Awards, 2003
  • Tag Heuer Business Award, 2004
  • Les Compagnons du Beaujolais, Honorary Knighthood, 2004
  • Japan Society Imajiné Award, 2005
  • 11th AMD Awards, Prize of Recognition, 2006
  • Best Thematic Museum Show in New York, AICA USA, 2006
  • Heisei 17 (56th) Educational Minister Rookie of the Year, Awarded by the Agency for Cultural Affairs for the Advancement of Art, 2006



Heimildaskrá

Artsation. 2010. Takashi Murakami - Biography. Sótt 25.nóvember 2013 af https://artsation.com/en/artists/takashi-murakami?switch_language=1

Bloomberg. 2011. Murakami Finds His Art Too Pricey, Market ‘Scary’: Interview. Sótt 23.nóvember 2013 af http://www.bloomberg.com/news/2011-07-11/-scary-art-market-overprices-my-works-says-takashi-murakami-interview.html

Farthing, Stephen. 2010. Art the Whole Story. Thames & Hudson, United Kingdom

Gingera, Alison. 2009. Takashi Murakami. Interview Magazine. Sótt 23.nóvember 2013 af http://www.interviewmagazine.com/art/takashi-murakami/#_

H. H. Anderson. 2003. History of Modern Art. Fifth edition. Prentice-Hall inc, England

(Höfundur ekki getið). 2012. Takashi Murakami's "Ego" Exhibition At Al Riwaq Exhibition Hall In Doha, Qatar. The Huffington Post. Sótt 26.nóvember 2013 af http://www.huffingtonpost.com/2012/02/08/takashi-murakamis-ego_n_1263888.html

I Spyer. 2010.
Finding Mr Dob – the essence of Takashi Murakami. Sótt 26.nóvember 2013 af http://nicholasspyer.com/2010/04/17/finding-mr-dob-the-essence-of-takashi-murakami/

Lucas, Jessica. 2010. (c)Murakami. Sótt 22.nóvember 2013 af https://sites.google.com/site/gallagheronart/takashi-murakami

Notable Biograhies. 2013.
Takashi Murakami Biography. Sótt 24.nóvember af http://www.notablebiographies.com/news/Li-Ou/Murakami-Takashi.html

Perrotin. 2013. Bigraphy-Takashi Murakami. Sótt 22.nóvember 2013 af http://www.perrotin.com/biography-Takashi_Murakami-12.html


Pinksummer. 2000. Takashi Murakami. Sótt 22.nóvember 2013 af http://www.pinksummer.com/pink2/art/mur/bio001en.htm

Rogallery. (án árs). Takashi Murakami. Sótt 23.nóvember 2013 af http://www.rogallery.com/Murakami_Takashi/murakami-biography.html

The Art Room. 2009. Takashi Murakami: the world of the Superflat. Sótt 24.nóvember 2013 af http://intheartroom.blogspot.com/2010/11/takashi-murakami-world-of-superflat.html

Virtual Spoon. 2006.
Takashi Murakami. Sótt 25.nóvember 2013 af
Wikipedia. 2013. Takashi Murakami. Sótt 23.nóvember 2013 af http://en.wikipedia.org/wiki/Takashi_Murakami

Wikipedia. 2013. Murakami-Ego. Sótt 26.nóvember 2013 af http://en.wikipedia.org/wiki/Murakami-Ego




Leave a Reply.

    Höfundur

    Særún Sævarsdóttir er 21 ára listnemandi við Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Áhugamál hennar er að skissa, teikna, mála og móta eitthvað úr t.d. leir. Hún hefur alltaf gaman að því að prófa nýja hluti sem hafa eitthvað að gera við list. Hún hefur gaman að því að vera með vinum, hlusta á tónlist, horfa á heimildamyndir og lesa í frítíma sínum. Getur haft samband við hana hér: [email protected]

    Archives

    November 2013

    Categories

    All